Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Nissan Leaf rafbílarnir hafa rokselst en verðandi eigendur þurfa að bíða. Toyota „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00
Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47