Endurreisn félagslegs húsnæðiskerfis Hjálmar Sveinsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Um daginn var tekin fyrsta skóflustunga að 155 íbúðum við Móaveg í Grafarvogi. Sú skóflustunga er í frásögur færandi því íbúðirnar verða byggðar af íbúðafélaginu Bjargi sem var nýlega stofnað af verkalýðshreyfingunni. Bjargi er ætlað tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt og vandað íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Þarna verða tveggja til fimm herbergja íbúðir. Leigufyrirkomulagið verður að danskri fyrirmynd. Á næstu fjórum árum ætlar Bjarg að byggja 1.500 íbúðir. Langflestar þeirra, eða um 1.000, verða í Reykjavík. Lóðum fyrir þá uppbyggingu hefur þegar verið úthlutað, meðal annars í Úlfarsárdal, á Kirkjusandi og í nýrri Vogabyggð.Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði Til samanburðar má geta þess að á sínum tíma voru byggðar 1.250 íbúðir í Breiðholti fyrir láglaunafólk. Samningar þess efnis voru undirritaðir 1965. Uppbyggingu var að mestu lokið 10 árum síðar. Munurinn á uppbyggingunni núna og þá felst meðal annars í því að Bjarg mun byggja víða um borgina. Reynslan hefur kennt okkur að félagsleg blöndun í borgarhverfunum er heppilegra fyrirkomulag en einsleit byggð. Hún hefur líka kennt okkur að það er skynsamlegt að hafa fjölbreytt eigna- og leigufyrirkomulag á húsnæðismarkaði. Til að uppbygging af þessu tagi verði að veruleika þarf verulegt átak og samvinnu íbúðafélaga, sveitarstjórna og ríkisvaldsins. Í húsnæðisstefnu Reykjavíkur er kveðið á um að allir íbúar borgarinnar eigi kost á öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Til að það markmið náist, segir í stefnunni, er mikilvægt að borgin stuðli að fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða og að hún komi að uppbyggingu langtímaleigumarkaðar. Óhætt er að segja að það sé nú allt að ganga eftir. Auk samninganna við verkalýðsfélögin um byggingu 1.000 íbúða í langtímaleigu, hefur borgin lagt mikla áherslu á samvinnu við húsnæðisfélög sem hafa það að stefnumiði að byggja húsnæði fyrir félagsmenn sína á hagstæðum kjörum. Húsnæðisfélög námsmanna eru eitt dæmi og sömuleiðis húsnæðisfélög aldraðra. Einnig húsnæðissamvinnufélagið Búseti. Á vegum þessara félaga er nú þegar verið að byggja hundruð íbúða víðsvegar um borgina. Á næstu misserum munu þær skipta þúsundum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt upp Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Vandinn er sá að húsnæðiskostnaðurinn getur orðið óviðráðanlegur hjá þeim sem eru undir meðaltekjum. Reynslan sýnir að hagnaðardrifin markaðsöfl leysa ekki þann vanda ein og sér. Hún sýnir líka að endurteknar efnahagskreppur og óstöðugir gjaldmiðlar bitna illa á þessum hópum. Það er ástæðan fyrir því að á 20. öldinni settu ríkisstjórnir og sveitarfélög sér húsnæðisstefnu til að tryggja tekjulágu fólki sómasamlegt húsnæði. Kjarni húsnæðisstefnunnar er félagslegt húsnæðiskerfi. Það er freistandi að rifja sögu stefnunnar upp í örfáum orðum til að átta sig betur á samhengi hlutanna. Upphaf félagslega húsnæðiskerfisins má rekja til þess þegar Alþingi samþykkti árið 1929 lög um verkamannabústaði. Lögin voru forsenda þess að hægt var að byggja verkamannabústaðina við Hringbraut. Næsta stóra skrefið hef ég þegar nefnt. Það var stigið í júlí 1965 með samkomulagi viðreisnarstjórnarinnar, ASÍ og Vinnuveitendasambandsins um stórfelldar umbætur í húsnæðismálum láglaunafólks. Breiðholtið verður til. Árið 1989 var húsbréfakerfið tekið upp sem fól meðal annars í sér nýtt niðurgreiðslukerfi lána í formi vaxtabóta. Árið eftir voru svokölluð félagsíbúðalög samþykkt á Alþingi og verkamannabústaðakerfinu breytt í kerfi félagslegra eignaríbúða. Þessi lög, ásamt lögum frá 1988 um kaupleiguíbúðir, leiddu til verulegrar uppsveiflu í byggingu félagslegra íbúða í 7 til 8 ár. Lagabreytingarnar höfðu í för með sér að auk félagslegu eignaríbúðanna, féllu nú nýjar gerðir íbúða að ramma félagslega lánakerfisins: kaupleiguíbúðir, búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir sveitarfélaga, svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að Jóhanna Sigurðardóttir, sem varð félagsmálaráðherra 1987, átti stóran þátt í þessum mikilvægu breytingum. Félagslega húsnæðiskerfið lagt niður Það sem svo gerðist virkar næstum ótrúlegt í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lagði félagslega húsnæðiskerfið niður í þremur áföngum, þrátt fyrir harða andstöðu verkalýðsfélaganna og flestra félagasamtaka sem störfuðu á sviði húsnæðismála. Fræg er ræða Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi vorið 1998 þegar nýtt húsnæðisfrumvarp var samþykkt. Í lok ræðunnar sagði hún þetta: „Herra forseti. Með atkvæðagreiðslunni sem hér fer fram er innsigluð ósvífnasta og grimmilegasta atlagan sem við höfum séð um áratuga skeið að kjörum fátæks fólks á Íslandi. Þetta er svartur dagur í sögu félagslegrar aðstoðar í húsnæðismálum fátæks fólks á Íslandi sem 40 verkalýðs- og félagasamtök hafa ítrekað mótmælt.“ Árið 2002 var söluhindrunum létt af félagslegum eignaríbúðum og þar með var kerfið í raun búið að vera. Tveimur árum síðar var svokallað viðbótarlánakerfi, sem var sérsniðið að þörfum tekjulágra, lagt niður þegar samþykkt var að 90% lán Íbúðarlánasjóðs stæðu öllum til boða án tillits til tekna umsækjenda. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram það álit sérfræðings hjá Seðlabankanum að þessi lagabreyting hafi verið með verstu hagstjórnarmistökum. Það kemur líka fram að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru varaðir við afleiðingunum. Þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Í dag hafa verkalýðsfélögin verið kölluð aftur að borðinu og eru nú virkir þátttakendur í enduruppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis á Íslandi. Það er vel, við þurfum að byggja húsnæði fyrir alla.Höfundur er borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Um daginn var tekin fyrsta skóflustunga að 155 íbúðum við Móaveg í Grafarvogi. Sú skóflustunga er í frásögur færandi því íbúðirnar verða byggðar af íbúðafélaginu Bjargi sem var nýlega stofnað af verkalýðshreyfingunni. Bjargi er ætlað tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt og vandað íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Þarna verða tveggja til fimm herbergja íbúðir. Leigufyrirkomulagið verður að danskri fyrirmynd. Á næstu fjórum árum ætlar Bjarg að byggja 1.500 íbúðir. Langflestar þeirra, eða um 1.000, verða í Reykjavík. Lóðum fyrir þá uppbyggingu hefur þegar verið úthlutað, meðal annars í Úlfarsárdal, á Kirkjusandi og í nýrri Vogabyggð.Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði Til samanburðar má geta þess að á sínum tíma voru byggðar 1.250 íbúðir í Breiðholti fyrir láglaunafólk. Samningar þess efnis voru undirritaðir 1965. Uppbyggingu var að mestu lokið 10 árum síðar. Munurinn á uppbyggingunni núna og þá felst meðal annars í því að Bjarg mun byggja víða um borgina. Reynslan hefur kennt okkur að félagsleg blöndun í borgarhverfunum er heppilegra fyrirkomulag en einsleit byggð. Hún hefur líka kennt okkur að það er skynsamlegt að hafa fjölbreytt eigna- og leigufyrirkomulag á húsnæðismarkaði. Til að uppbygging af þessu tagi verði að veruleika þarf verulegt átak og samvinnu íbúðafélaga, sveitarstjórna og ríkisvaldsins. Í húsnæðisstefnu Reykjavíkur er kveðið á um að allir íbúar borgarinnar eigi kost á öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Til að það markmið náist, segir í stefnunni, er mikilvægt að borgin stuðli að fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða og að hún komi að uppbyggingu langtímaleigumarkaðar. Óhætt er að segja að það sé nú allt að ganga eftir. Auk samninganna við verkalýðsfélögin um byggingu 1.000 íbúða í langtímaleigu, hefur borgin lagt mikla áherslu á samvinnu við húsnæðisfélög sem hafa það að stefnumiði að byggja húsnæði fyrir félagsmenn sína á hagstæðum kjörum. Húsnæðisfélög námsmanna eru eitt dæmi og sömuleiðis húsnæðisfélög aldraðra. Einnig húsnæðissamvinnufélagið Búseti. Á vegum þessara félaga er nú þegar verið að byggja hundruð íbúða víðsvegar um borgina. Á næstu misserum munu þær skipta þúsundum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt upp Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Vandinn er sá að húsnæðiskostnaðurinn getur orðið óviðráðanlegur hjá þeim sem eru undir meðaltekjum. Reynslan sýnir að hagnaðardrifin markaðsöfl leysa ekki þann vanda ein og sér. Hún sýnir líka að endurteknar efnahagskreppur og óstöðugir gjaldmiðlar bitna illa á þessum hópum. Það er ástæðan fyrir því að á 20. öldinni settu ríkisstjórnir og sveitarfélög sér húsnæðisstefnu til að tryggja tekjulágu fólki sómasamlegt húsnæði. Kjarni húsnæðisstefnunnar er félagslegt húsnæðiskerfi. Það er freistandi að rifja sögu stefnunnar upp í örfáum orðum til að átta sig betur á samhengi hlutanna. Upphaf félagslega húsnæðiskerfisins má rekja til þess þegar Alþingi samþykkti árið 1929 lög um verkamannabústaði. Lögin voru forsenda þess að hægt var að byggja verkamannabústaðina við Hringbraut. Næsta stóra skrefið hef ég þegar nefnt. Það var stigið í júlí 1965 með samkomulagi viðreisnarstjórnarinnar, ASÍ og Vinnuveitendasambandsins um stórfelldar umbætur í húsnæðismálum láglaunafólks. Breiðholtið verður til. Árið 1989 var húsbréfakerfið tekið upp sem fól meðal annars í sér nýtt niðurgreiðslukerfi lána í formi vaxtabóta. Árið eftir voru svokölluð félagsíbúðalög samþykkt á Alþingi og verkamannabústaðakerfinu breytt í kerfi félagslegra eignaríbúða. Þessi lög, ásamt lögum frá 1988 um kaupleiguíbúðir, leiddu til verulegrar uppsveiflu í byggingu félagslegra íbúða í 7 til 8 ár. Lagabreytingarnar höfðu í för með sér að auk félagslegu eignaríbúðanna, féllu nú nýjar gerðir íbúða að ramma félagslega lánakerfisins: kaupleiguíbúðir, búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir sveitarfélaga, svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að Jóhanna Sigurðardóttir, sem varð félagsmálaráðherra 1987, átti stóran þátt í þessum mikilvægu breytingum. Félagslega húsnæðiskerfið lagt niður Það sem svo gerðist virkar næstum ótrúlegt í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lagði félagslega húsnæðiskerfið niður í þremur áföngum, þrátt fyrir harða andstöðu verkalýðsfélaganna og flestra félagasamtaka sem störfuðu á sviði húsnæðismála. Fræg er ræða Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi vorið 1998 þegar nýtt húsnæðisfrumvarp var samþykkt. Í lok ræðunnar sagði hún þetta: „Herra forseti. Með atkvæðagreiðslunni sem hér fer fram er innsigluð ósvífnasta og grimmilegasta atlagan sem við höfum séð um áratuga skeið að kjörum fátæks fólks á Íslandi. Þetta er svartur dagur í sögu félagslegrar aðstoðar í húsnæðismálum fátæks fólks á Íslandi sem 40 verkalýðs- og félagasamtök hafa ítrekað mótmælt.“ Árið 2002 var söluhindrunum létt af félagslegum eignaríbúðum og þar með var kerfið í raun búið að vera. Tveimur árum síðar var svokallað viðbótarlánakerfi, sem var sérsniðið að þörfum tekjulágra, lagt niður þegar samþykkt var að 90% lán Íbúðarlánasjóðs stæðu öllum til boða án tillits til tekna umsækjenda. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram það álit sérfræðings hjá Seðlabankanum að þessi lagabreyting hafi verið með verstu hagstjórnarmistökum. Það kemur líka fram að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru varaðir við afleiðingunum. Þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Í dag hafa verkalýðsfélögin verið kölluð aftur að borðinu og eru nú virkir þátttakendur í enduruppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis á Íslandi. Það er vel, við þurfum að byggja húsnæði fyrir alla.Höfundur er borgarfulltrúi
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun