Allt um síðasta ævintýri Davidson | Þá höfðu þeir Curry en núna treysta þeir á Jón Axel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 13:30 Jón Axel Guðmundsson 2018 og Stephen Cury 2008. Vísir/Samsett/Getty Stephen Curry hefur verið einn af bestu körfuboltamönnum heims síðustu ár og er lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors. Fyrir tíu árum kom hann fyrst fram í sviðsljósið í marsfárinu með Davidson-skólanum. Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson körfuboltaliðinu hefja leik í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum. Leikurinn hefst rúmlega ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Frábær frammistaða íslenska bakvarðarins og liðsfélaga hans hefur kallað á minningar frá mögnuðu öskubuxuævintýri Davidson árið 2008 þegar umræddur Stephen Curry var allt í öllu. Hér fyrir neðan má finna allt um þetta síðasta ævintýri Davidson með Curry en liðið komst þá alla leið í átta liða úrslitin. Á leið sinni þangað sló Davidson út Gonzaga, Georgetown og Wisconsin frá 21. til 28. mars 2008. Sporting News tók saman skemmtilega grein sem má nálgast hér fyrir neðan.It's been 10 years since an unknown, baby-faced guard from Davidson completely took over the NCAA Tournament and began his rise to basketball stardom. An oral history of @StephenCurry30's 2008 breakout #MarchMadness performance: https://t.co/WvroMhrcyUpic.twitter.com/UeOQl7Hnfs — Sporting News (@sportingnews) March 15, 2018 Stephen Curry var með 40 stig og 8 þrista í 64 liða úrslitunum, skoraði 25 af 30 stigum sínum í seinni hálfleik í endurkomusigri í 32 liða úrslitunumm og var með 33 stig í sigri í sextán liða úrslitunum. Curry skoraði 25 stig í átta liða úrslitunum á móti Kansas Jayhawks en Davidson tapaði leiknum 57-59. Kansas liðið fór síðan alla leið og varð háskólameistari. Hann var með 32 stig og yfir þrjár stoðsendingar, þrjú fráköst og þrjá stolna bolta að meðaltali í úrslitakeppninni.We didn't know it at the time, but during the 2008 NCAA Tournament, we witnessed the launch of the next NBA superstar. Celebrating the 10th anniversary of Stephen Curry and the Davidson Wildcats' thrilling run to the Elite Eight: https://t.co/WvroMh9BHmpic.twitter.com/sqeEZuv9Dt — Sporting News (@sportingnews) March 15, 2018 Meðaltöl Stephen Curry á þessu tímabilið með Davidson fyrir áratug síðan voru hinsvegar 25,9 stig, 2,9 stoðsendingar og 2,1 stolinn bolti að meðaltali í leik. Curry var því að gera meira á stærsta sviðinu en á restinni á tímabilinu þegar minna var undir. Davidson fær nú tækifæri í kvöld að gera það sem ekkert Davidson-lið hefur gert eftir þetta öskubuskuævintýri Curry og félaga fyrir tíu árum - að vinna leik í úrslitakeppni NCAA.Hér fyrir neðan má sjá sigurleikinn hjá Davidson á móti Gonzaga frá því fyrir tíu árum síðan sem og myndbrot út sigrinum á Georgetown. Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Stephen Curry hefur verið einn af bestu körfuboltamönnum heims síðustu ár og er lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors. Fyrir tíu árum kom hann fyrst fram í sviðsljósið í marsfárinu með Davidson-skólanum. Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson körfuboltaliðinu hefja leik í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum. Leikurinn hefst rúmlega ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Frábær frammistaða íslenska bakvarðarins og liðsfélaga hans hefur kallað á minningar frá mögnuðu öskubuxuævintýri Davidson árið 2008 þegar umræddur Stephen Curry var allt í öllu. Hér fyrir neðan má finna allt um þetta síðasta ævintýri Davidson með Curry en liðið komst þá alla leið í átta liða úrslitin. Á leið sinni þangað sló Davidson út Gonzaga, Georgetown og Wisconsin frá 21. til 28. mars 2008. Sporting News tók saman skemmtilega grein sem má nálgast hér fyrir neðan.It's been 10 years since an unknown, baby-faced guard from Davidson completely took over the NCAA Tournament and began his rise to basketball stardom. An oral history of @StephenCurry30's 2008 breakout #MarchMadness performance: https://t.co/WvroMhrcyUpic.twitter.com/UeOQl7Hnfs — Sporting News (@sportingnews) March 15, 2018 Stephen Curry var með 40 stig og 8 þrista í 64 liða úrslitunum, skoraði 25 af 30 stigum sínum í seinni hálfleik í endurkomusigri í 32 liða úrslitunumm og var með 33 stig í sigri í sextán liða úrslitunum. Curry skoraði 25 stig í átta liða úrslitunum á móti Kansas Jayhawks en Davidson tapaði leiknum 57-59. Kansas liðið fór síðan alla leið og varð háskólameistari. Hann var með 32 stig og yfir þrjár stoðsendingar, þrjú fráköst og þrjá stolna bolta að meðaltali í úrslitakeppninni.We didn't know it at the time, but during the 2008 NCAA Tournament, we witnessed the launch of the next NBA superstar. Celebrating the 10th anniversary of Stephen Curry and the Davidson Wildcats' thrilling run to the Elite Eight: https://t.co/WvroMh9BHmpic.twitter.com/sqeEZuv9Dt — Sporting News (@sportingnews) March 15, 2018 Meðaltöl Stephen Curry á þessu tímabilið með Davidson fyrir áratug síðan voru hinsvegar 25,9 stig, 2,9 stoðsendingar og 2,1 stolinn bolti að meðaltali í leik. Curry var því að gera meira á stærsta sviðinu en á restinni á tímabilinu þegar minna var undir. Davidson fær nú tækifæri í kvöld að gera það sem ekkert Davidson-lið hefur gert eftir þetta öskubuskuævintýri Curry og félaga fyrir tíu árum - að vinna leik í úrslitakeppni NCAA.Hér fyrir neðan má sjá sigurleikinn hjá Davidson á móti Gonzaga frá því fyrir tíu árum síðan sem og myndbrot út sigrinum á Georgetown.
Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira