Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 12:12 Trump hikaði ekki við að leggja á tuga prósenta verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar í janúar. Vísir/AFP Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12