Hnarrreist um stund Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar