Loksins, loksins Hörður Ægisson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun