Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:30 Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA Ljósmynd/Pipar Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Fjölmiðlar Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fjölmiðlar Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun