Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur Sigurbjörn Árni og Steinn Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 14:15 Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun