Iceland Seafood kaupir írskt fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 14:51 Helgi Anton Eiríksson, forstjóri ISI. Fyrirtækin Iceland Seafood International hf. og Oceanpath Limited, stærsta framleiðanda ferskra sjávarafurða á Írlandi, hafa samið um kaupi ISI á 67 prósentum af útistandandi hlutum í Oceanpath Limited Group. Um er að ræða fyrstu fyrirtækjakaup ISI frá skráningu á Nasdaq First North. Kaupverðið verður á bilinu 12,4 til 13,4 milljónir Evra. Í tilkynningu segir að kaupin séu mikilvægt skref fyrir ISI og stefna félagsins sé að tryggja góðan innri vöxt ásamt því að fjárfesta í lykilfyrirtækjum sem séu leiðandi í framleiðslu sjávarafurða. Oceanpath er stærsti framleiðandi og söluaðili ferskra sjávarafurða til smásöluaðila á Írlandi og býður smásölum og heildsölum upp á ferskar og reyktar sjávarafurðir á heimamarkaði. Samstæðan rekur tvær verksmiðjur; Oceanpath sem vinnur og selur ferskar og frosnar sjávarafurðir og Dunn's of Dublin, sem var stofnað árið 1822 og er þekkt vörumerki á Írlandi fyrir reyktar laxaafurðir. Áætlað er að ganga frá kaupunum eins fljótt og mögulegt er og í öllu falli fyrir lok mars, eftir að aðilar hafa lokið við nákvæma útfærslu kaupsamnings og hluthafasamkomulags og að uppfylltum skilyrðum því tengt. Stjórnendur Oceanpath munu halda 33 prósentum í fyrirtækinu. Samkvæmt samkomulaginu verður kaupverðið á bilinu EUR 12,4 til 13,4 milljónir á grundvelli þess að félagið sé afhent skuldlaust og án lausafjár (e. Debt free/Cash free). Endanlegt verð verður háð raunhagnaði Oceanpath fyrir yfirstandandi fjárhagsár sem lýkur 30. apríl 2018 og næstu tólf mánuði þar á eftir fram til 30. apríl 2019. Hluti kaupverðsins eða EUR 7,4 milljónir verður greiddur við undirritun samningsins og frekari greiðslur verða inntar af hendi í ágúst 2018 og ágúst 2019. Kaupin verða fjármögnuð með reiðufé og mögulegu langtímaláni að upphæð EUR 5 milljónir samhliða kaupunum.Áfram að auka verðmætaskapandi starfsemi „Með kaupunum á Oceanpath heldur ISI áfram að auka við verðmætaskapandi starfsemi sína í Evrópu. Reynslumikið stjórnunarteymi fyrirtækisins og leiðandi markaðsstaða á Írlandi á markaði fyrir ferskan fisk og reyktar sjávarafurðir skapa góðan grunn fyrir framtíðarvöxt. Kaupin skapa tækifæri til þess að víkka út starfsemina bæði á heimamarkaði og á alþjóðamarkaði með markaðssetningu nýrra vara í gegnum sölukerfi ISI samstæðunnar og hagnýtingu á þeirri sterku markaðsstöðu sem ISI hefur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Á sama tíma gefur þetta Oceanpath einstakt tækifæri til þess að víkka út vöruframboð sitt á heimamarkaði með aðgangi að hinu umfangsmikla framleiðslu- og aðfanganeti ISI,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International.Spennandi tækifæri „Samstarf við Iceland Seafood International er spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Oceanpath. Reynsla samstæðunnar á alþjóðamarkaði fyrir sjávarafurðir gefur okkur möguleika á að víkka út vöruframboð okkar en um leið standa vörð um þá gæðaþjónustu sem viðskiptavinir okkar treysta á. Vöxtur á hinum írska markaði fyrir sjávarafurðir hefur verið jákvæður síðustu ár. Markmið okkar er að vera leiðandi í þeirri þróun á komandi árum og halda áfram að þjónusta okkar markað með nýsköpun og með því að leggja höfuðáherslu á að framleiða gæðavöru fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Alan Ecock, framkvæmdastjóri Oceanpath.Hlakka til samstarfsins „Við hjá Iceland Seafood International stefnum áfram að því takmarki okkar að bjóða upp á fyrsta flokks sjávarafurðir í gegnum sterk fyrirtæki á þeirra heimamörkuðum. Markaðsstaða Oceanpath, sterkt stjórnunarteymi þess og fyrirtækjamenning passa vel við framtíðarsýn okkar um að para saman staðbundna þekkingu og sterka alþjóðlega markaðsstöðu með tækifærum á sviði vinnslu, vöruframboðs og öflun aðfanga. Við hlökkum til að vinna með nýju samstarfsaðilunum okkar og bjóðum Oceanpath velkomin í hóp fyrirtækja ISI,“ segir Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Iceland Seafood International. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fyrirtækin Iceland Seafood International hf. og Oceanpath Limited, stærsta framleiðanda ferskra sjávarafurða á Írlandi, hafa samið um kaupi ISI á 67 prósentum af útistandandi hlutum í Oceanpath Limited Group. Um er að ræða fyrstu fyrirtækjakaup ISI frá skráningu á Nasdaq First North. Kaupverðið verður á bilinu 12,4 til 13,4 milljónir Evra. Í tilkynningu segir að kaupin séu mikilvægt skref fyrir ISI og stefna félagsins sé að tryggja góðan innri vöxt ásamt því að fjárfesta í lykilfyrirtækjum sem séu leiðandi í framleiðslu sjávarafurða. Oceanpath er stærsti framleiðandi og söluaðili ferskra sjávarafurða til smásöluaðila á Írlandi og býður smásölum og heildsölum upp á ferskar og reyktar sjávarafurðir á heimamarkaði. Samstæðan rekur tvær verksmiðjur; Oceanpath sem vinnur og selur ferskar og frosnar sjávarafurðir og Dunn's of Dublin, sem var stofnað árið 1822 og er þekkt vörumerki á Írlandi fyrir reyktar laxaafurðir. Áætlað er að ganga frá kaupunum eins fljótt og mögulegt er og í öllu falli fyrir lok mars, eftir að aðilar hafa lokið við nákvæma útfærslu kaupsamnings og hluthafasamkomulags og að uppfylltum skilyrðum því tengt. Stjórnendur Oceanpath munu halda 33 prósentum í fyrirtækinu. Samkvæmt samkomulaginu verður kaupverðið á bilinu EUR 12,4 til 13,4 milljónir á grundvelli þess að félagið sé afhent skuldlaust og án lausafjár (e. Debt free/Cash free). Endanlegt verð verður háð raunhagnaði Oceanpath fyrir yfirstandandi fjárhagsár sem lýkur 30. apríl 2018 og næstu tólf mánuði þar á eftir fram til 30. apríl 2019. Hluti kaupverðsins eða EUR 7,4 milljónir verður greiddur við undirritun samningsins og frekari greiðslur verða inntar af hendi í ágúst 2018 og ágúst 2019. Kaupin verða fjármögnuð með reiðufé og mögulegu langtímaláni að upphæð EUR 5 milljónir samhliða kaupunum.Áfram að auka verðmætaskapandi starfsemi „Með kaupunum á Oceanpath heldur ISI áfram að auka við verðmætaskapandi starfsemi sína í Evrópu. Reynslumikið stjórnunarteymi fyrirtækisins og leiðandi markaðsstaða á Írlandi á markaði fyrir ferskan fisk og reyktar sjávarafurðir skapa góðan grunn fyrir framtíðarvöxt. Kaupin skapa tækifæri til þess að víkka út starfsemina bæði á heimamarkaði og á alþjóðamarkaði með markaðssetningu nýrra vara í gegnum sölukerfi ISI samstæðunnar og hagnýtingu á þeirri sterku markaðsstöðu sem ISI hefur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Á sama tíma gefur þetta Oceanpath einstakt tækifæri til þess að víkka út vöruframboð sitt á heimamarkaði með aðgangi að hinu umfangsmikla framleiðslu- og aðfanganeti ISI,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International.Spennandi tækifæri „Samstarf við Iceland Seafood International er spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Oceanpath. Reynsla samstæðunnar á alþjóðamarkaði fyrir sjávarafurðir gefur okkur möguleika á að víkka út vöruframboð okkar en um leið standa vörð um þá gæðaþjónustu sem viðskiptavinir okkar treysta á. Vöxtur á hinum írska markaði fyrir sjávarafurðir hefur verið jákvæður síðustu ár. Markmið okkar er að vera leiðandi í þeirri þróun á komandi árum og halda áfram að þjónusta okkar markað með nýsköpun og með því að leggja höfuðáherslu á að framleiða gæðavöru fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Alan Ecock, framkvæmdastjóri Oceanpath.Hlakka til samstarfsins „Við hjá Iceland Seafood International stefnum áfram að því takmarki okkar að bjóða upp á fyrsta flokks sjávarafurðir í gegnum sterk fyrirtæki á þeirra heimamörkuðum. Markaðsstaða Oceanpath, sterkt stjórnunarteymi þess og fyrirtækjamenning passa vel við framtíðarsýn okkar um að para saman staðbundna þekkingu og sterka alþjóðlega markaðsstöðu með tækifærum á sviði vinnslu, vöruframboðs og öflun aðfanga. Við hlökkum til að vinna með nýju samstarfsaðilunum okkar og bjóðum Oceanpath velkomin í hóp fyrirtækja ISI,“ segir Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Iceland Seafood International.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira