American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 19:30 American Airlines mun fljúga frá Dallas til Keflavíkur daglega til 27. október. Vísir/American Airlines American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira