Þriggja milljarða króna gjaldþrot eftir útrás Pennans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 15:28 Nýir eigendur Pennans ræða við starfsfólk árið 2005. Kristinn Vilbergsson forstjóri er lengst til hægri á myndinni og Gunnar Dungal, sem þá seldi Pennann, annar frá hægri. Vísir/GVA Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01
Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33
Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16
Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56