Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2018 16:00 Verslun H&M í Bremen í Þýskalandi. Stjórnendur sænska tískurisans hafa verið gagnrýndir fyrir of hraðan vöxt. Fyrirtækið situr uppi með gríðarmiklar birgðir af fötum sem hafa ekki selst. Vísir/EPA Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT. Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT.
Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira