Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2018 16:00 Verslun H&M í Bremen í Þýskalandi. Stjórnendur sænska tískurisans hafa verið gagnrýndir fyrir of hraðan vöxt. Fyrirtækið situr uppi með gríðarmiklar birgðir af fötum sem hafa ekki selst. Vísir/EPA Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira