Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar.
Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.

Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.

Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik.
Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.

1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06
2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95
3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83
4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83
5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82
6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74
7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73
8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62
9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59
10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49
Sóknarstyrkleikalisti:
1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42
2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27
3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26
4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13
5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06
6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02
7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01
8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99
9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89
10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89
Varnarstyrkleikalisti:
1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95
2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69
3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65
4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51
5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40
6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39
7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37
8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21
9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20
10. Elvar Örn Jónsson, 7,19
Markvarðastyrkleikalisti:
1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62
2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79
3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77
4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58
5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24
6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24
7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13
8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05
9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99
10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97