Skaðinn skeður Hörður Ægisson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun