Selja einkaskilaboð 80 þúsund Facebook-notenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 09:08 Netöryggisfyrirtækið Digital Shadows rannsakaði fullyrðingar hakkaranna um fjölda aðganga. Ekki var hægt að staðfesta að fleiri en 81 þúsund notendur hefðu orðið fyrir tölvuárásinni. Getty/Florian Gaertner Svo virðist sem hakkarar hafi komist yfir og birt einkaskilaboð að minnsta kosti 81 þúsund Facebook-notenda, auk annarra persónulegra upplýsinga. Hakkararnir auglýstu áðurnefndar upplýsingar til sölu á Internetinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að hakkararnir hafi tjáð útibúi fréttastofunnar í Rússlandi að þeir hefðu komist yfir skilaboð frá 120 milljón notendum Facebook. Þá séu þeir nú að reyna að selja umræddar upplýsingar. Blaðamaður BBC segir þó ástæðu til þess að draga þær tölur stórlega í efa. Í svari Facebook vegna málsins segir að ekki hafi verið gerð árás á öryggiskerfi miðilsins heldur hafi gagnanna líklega verið aflað með ólögmætum hætti í gegnum vafraviðbætur. Þá hefur Facebook gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fleiri notendur verði fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Flestir umræddra notenda eru búsettir í Úkraínu og Rússlandi en nokkrir þeirra eru þó m.a. frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Brasilíu. Í auglýsingu sem hakkararnir birtu á Internetinu er aðgangur að upplýsingum hvers aðgangs falur fyrir tíu sent, eða um 12 krónur íslenskar. Auglýsingin hefur verið fjarlægð. Netöryggisfyrirtækið Digital Shadows rannsakaði fullyrðingar hakkaranna um fjölda aðganga. Ekki var hægt að staðfesta að fleiri en 81 þúsund notendur hefðu orðið fyrir tölvuárásinni. Þá hafði BBC samband við fimm af téðum 81 þúsund notendum. Meðal upplýsinga af Facebook-aðgöngum þeirra, sem lekið hafði verið á netið, voru myndir úr sumarfríi og einkaskilaboð sem innihéldu umkvartanir vegna tengdasonar. Facebook Tækni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svo virðist sem hakkarar hafi komist yfir og birt einkaskilaboð að minnsta kosti 81 þúsund Facebook-notenda, auk annarra persónulegra upplýsinga. Hakkararnir auglýstu áðurnefndar upplýsingar til sölu á Internetinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að hakkararnir hafi tjáð útibúi fréttastofunnar í Rússlandi að þeir hefðu komist yfir skilaboð frá 120 milljón notendum Facebook. Þá séu þeir nú að reyna að selja umræddar upplýsingar. Blaðamaður BBC segir þó ástæðu til þess að draga þær tölur stórlega í efa. Í svari Facebook vegna málsins segir að ekki hafi verið gerð árás á öryggiskerfi miðilsins heldur hafi gagnanna líklega verið aflað með ólögmætum hætti í gegnum vafraviðbætur. Þá hefur Facebook gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fleiri notendur verði fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Flestir umræddra notenda eru búsettir í Úkraínu og Rússlandi en nokkrir þeirra eru þó m.a. frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Brasilíu. Í auglýsingu sem hakkararnir birtu á Internetinu er aðgangur að upplýsingum hvers aðgangs falur fyrir tíu sent, eða um 12 krónur íslenskar. Auglýsingin hefur verið fjarlægð. Netöryggisfyrirtækið Digital Shadows rannsakaði fullyrðingar hakkaranna um fjölda aðganga. Ekki var hægt að staðfesta að fleiri en 81 þúsund notendur hefðu orðið fyrir tölvuárásinni. Þá hafði BBC samband við fimm af téðum 81 þúsund notendum. Meðal upplýsinga af Facebook-aðgöngum þeirra, sem lekið hafði verið á netið, voru myndir úr sumarfríi og einkaskilaboð sem innihéldu umkvartanir vegna tengdasonar.
Facebook Tækni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent