Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 06:30 Guðmundur stýrði Barein síðast. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00
Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30