Leikjavísir

GameTíví spilar Just Cause 4

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli „Fokking“ Jóels og Tryggvi.
Óli „Fokking“ Jóels og Tryggvi.

Óli Jóels tók hann Tryggva með sér í ferðalag til Solís á dögunum. Þar settu þeir sig í spor Rico Rodriguez og ollu gífurlegum usla í leiknum Just Cause 4. Meðal annars myrti Óli saklausa vegfarendur með því að festa kú við bíl og valda stærðarinnar slysi.

Rico getur flogið um á vængbúningi og fyrstu tilraunir Óla til að svífa um enduðu vægast sagt illa. Hann komst þó á lagið með þetta að endanum, eða þannig. Eftir það fór Óli að sprengja upp hitt og þetta og reyna að binda saman menn og dýr, eins og maður gerir í Just Cause 4.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.