Það sem skiptir máli Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar