Fyrsta barn ársins Rakel Þórðardóttir skrifar 28. desember 2018 09:37 Þegar við heyrum þessa frétt í hádeginu 1. janúar fyllir það sum okkar gleði og hlýju. Það er gaman að vita til þess að fallegasta bomba nýja ársins fæddist þá um nóttina. Í kjölfarið fáum við lýsingu á hvernig fæðingin hafi farið af stað og hvort aðstæður hafi verið góðar. Líkur fréttinni venjulega á orðunum. „Móður og barni heilsast vel“. Fá ykkar vita að foreldra barnsins sem þarna fæddist þurfa núna að bíða í 13 mánuði eftir að fá barnabæturnar greiddar frá ríkinu. Hvernig stendur á því? Sérstaklega þegar maður hugsar til þess að foreldrar barnsins sem fæddist síðast á árinu sem var að líða, þurfa bara að bíða í einn mánuð eftir að fá sínar barnabætur greiddar. Hvað skilur á milli þessara foreldra? Oft ekki nema nokkrar mínútur. En það er það sem gerist á miðnætti sem skipir máli. Nýtt ár hefst og þá um leið nýtt skattaár. Um það snýst málið. Nýbökuðu foreldrarnir okkar eiga ekki rétt á barnabótum fyrr en 1. febrúar rúmlega ári eftir fæðingu barnsins. Ekki misskilja mig þrátt fyrir þetta fær barnið bestu mögulegu heilsugæslu fyrsta árið. Barnið fær strax úthlutað kennitölu. Það er hægt að stofna bankareikning í nafni barnsins til að leggja þar inn peninga sem það fær t.d. í vöggugjöf og skírnagjöf. Sjúkraskrá er stofnuð, ef óheppilega vill til að barnið veikist ekkert mál að fá lyf fyrir barnið. Yfir nýbökuðu foreldrana hellast alls konar auglýsingar sendar með pósti frá fyrirtækjum sem hafa frétt af fæðingu barnsins í gegnum þjóðskrá. Auglýsingar fyrir barnamat, bleyjur og sparireikninga í banka. En barnabótakerfið heldur að sér höndum. Fyrir þeim er barnið óþekkt stærð. Eða frekar mætti segja að foreldrar barnsins eru óþekkt stærð. Fyrir fæðingu barnsins hafa foreldrarnir þurft að fylla út alls konar pappíra og senda til Fæðingarorlofssjóðs til að láta sjóðinn vita af tilvonandi erfingja. Upplýsingar varðandi laun, vinnuveitanda og hvernig fæðingarorlofinu skal háttað. Fæðingarorlofssjóður hefur á sínum snærum mjög hæft starfsfólk því það getur reiknað út greiðslur til foreldra á mjög stuttum tíma. Sjóðurinn getur líka leiðrétt greiðslur ef foreldrar breyta tökunni á fæðingarorlofinu. Ég held að það sé vegna þess að hjá fæðingarorlofssjóði starfa forritarar, viðskiptafræðingar, lögfræðingar og jafnvel fleiri fræðingar. Sem hafa reynslu af því að vinna við að leysa úr verkefnum eins og þessu. Auk þess sem að sjóðurinn hefur öflugar tölvur og forrit sem hjálpar til við að reikna út þessa hluti. En snúum okkur aftur að barnabótunum. Hvers vegna þurfa foreldrarnir okkar að bíða svona lengi? Vegna þess að þau eru ekki búin að fylla út skattaskýrslu og skila inn. Það gerist ekki fyrr en að vori eins og allir vita. Skatturinn veit ekki af barninu fyrr en foreldrarnir eru búnir að skila inn skattaskýrslunni. Þá þarf að bíða eftir útreikningunum. Útreikningum? Sömu útreikningunum og koma á skjáinn þegar það er búið að fylla út skattaskýrsluna. Já og nei. Það þarf að fara yfir þá útreikninga. Þeir eru ekki tilbúnir fyrr en seinna. Hvað er svona flókið. Jú, sko. Ef foreldrarnir okkar eru ekki venjulegt launafólk, heldur fólk sem fær tekjur annarsstaðar frá. Þá getur það skekkt barnabótakerfið. Þau geta fengið of mikið. Höfum í huga að skattur af launum er reiknaður út jafn óðum og því hægt er að sjá hversu mikið launþegi þarf að borga af sínu launum í skatt. Sem vinnuveitendur gera, alla jafna, flestir. Ef fjölskyldan okkar væri með tekjur annars staðar frá er líka greiddur skattur af þeim tekjum strax. Eða allavega er búið að reikna út skattinn ef fólk fær líkamsræktarstyrk frá stéttafélaginu sínu. Maður hefði haldið að það væri hægt að reikna út áætlaðar barnabætur til foreldra og svo leiðrétta þær ef upplýsingar hafa vantað. Með tilliti til þess að við búum á tækniöld. Og fjórða iðnbyltinginn er handan við hornið. Lífið er óréttlátt fyrir nýbökuðu foreldrana okkar. En ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að allt árið sem barnið verður 18 ára fá foreldrarnir okkar barnabætur. Þó svo að barnið hafi orðið 18 ára 1. janúar. Líklega fá þau samt engar barnabætur vegna þess að á þessum 18 árum hafa tekjur foreldrana eitthvað hækkað og eign þeirra í húsnæði aukist, þau eiga því ekki rétt á barnabótunum. En hvers vegna er ég að vekja athygli á þessu? Einu sinni heyrði ég það að kostnaðurinn við það að ala upp barn fyrsta árið sé um það bil miljón. Fyrsta árið barnsins vex það úr einum barnabílstól og tveim til þrem útigöllum. Það stækkar um fimm fatastærðir. Það fer úr því að sofa í barnavagni yfir í það að sofa í kerru. Byrjar hjá dagmömmu og fær nokkrar eyrnabólgur. Allt þetta kostar. Í ljósi umræðan um fæðingarorlofið og mikilvægi þess að móðir og barn getir verið sem lengst saman. Hefur orðið til þess að foreldrar dreifa töku fæðingarorlofsins á fleiri mánuði. Þau sem það geta. Er það því þannig að mæður eru ekki bara í þrjá mánuði í fæðingarorlofi. Þær taka stundum sex mánuði og skipta þeim niður á ár. Þannig að 80% launum skiptist niður á 12 mánuði. Sem minnkar tekjur móðurinnar töluvert mikið. Hjón þurfa að lifa meinlætislega til að geta haft það af við þessar aðstæður. Hugsum líka um þetta þegar við fögnum nýjum Íslendingi 1. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við heyrum þessa frétt í hádeginu 1. janúar fyllir það sum okkar gleði og hlýju. Það er gaman að vita til þess að fallegasta bomba nýja ársins fæddist þá um nóttina. Í kjölfarið fáum við lýsingu á hvernig fæðingin hafi farið af stað og hvort aðstæður hafi verið góðar. Líkur fréttinni venjulega á orðunum. „Móður og barni heilsast vel“. Fá ykkar vita að foreldra barnsins sem þarna fæddist þurfa núna að bíða í 13 mánuði eftir að fá barnabæturnar greiddar frá ríkinu. Hvernig stendur á því? Sérstaklega þegar maður hugsar til þess að foreldrar barnsins sem fæddist síðast á árinu sem var að líða, þurfa bara að bíða í einn mánuð eftir að fá sínar barnabætur greiddar. Hvað skilur á milli þessara foreldra? Oft ekki nema nokkrar mínútur. En það er það sem gerist á miðnætti sem skipir máli. Nýtt ár hefst og þá um leið nýtt skattaár. Um það snýst málið. Nýbökuðu foreldrarnir okkar eiga ekki rétt á barnabótum fyrr en 1. febrúar rúmlega ári eftir fæðingu barnsins. Ekki misskilja mig þrátt fyrir þetta fær barnið bestu mögulegu heilsugæslu fyrsta árið. Barnið fær strax úthlutað kennitölu. Það er hægt að stofna bankareikning í nafni barnsins til að leggja þar inn peninga sem það fær t.d. í vöggugjöf og skírnagjöf. Sjúkraskrá er stofnuð, ef óheppilega vill til að barnið veikist ekkert mál að fá lyf fyrir barnið. Yfir nýbökuðu foreldrana hellast alls konar auglýsingar sendar með pósti frá fyrirtækjum sem hafa frétt af fæðingu barnsins í gegnum þjóðskrá. Auglýsingar fyrir barnamat, bleyjur og sparireikninga í banka. En barnabótakerfið heldur að sér höndum. Fyrir þeim er barnið óþekkt stærð. Eða frekar mætti segja að foreldrar barnsins eru óþekkt stærð. Fyrir fæðingu barnsins hafa foreldrarnir þurft að fylla út alls konar pappíra og senda til Fæðingarorlofssjóðs til að láta sjóðinn vita af tilvonandi erfingja. Upplýsingar varðandi laun, vinnuveitanda og hvernig fæðingarorlofinu skal háttað. Fæðingarorlofssjóður hefur á sínum snærum mjög hæft starfsfólk því það getur reiknað út greiðslur til foreldra á mjög stuttum tíma. Sjóðurinn getur líka leiðrétt greiðslur ef foreldrar breyta tökunni á fæðingarorlofinu. Ég held að það sé vegna þess að hjá fæðingarorlofssjóði starfa forritarar, viðskiptafræðingar, lögfræðingar og jafnvel fleiri fræðingar. Sem hafa reynslu af því að vinna við að leysa úr verkefnum eins og þessu. Auk þess sem að sjóðurinn hefur öflugar tölvur og forrit sem hjálpar til við að reikna út þessa hluti. En snúum okkur aftur að barnabótunum. Hvers vegna þurfa foreldrarnir okkar að bíða svona lengi? Vegna þess að þau eru ekki búin að fylla út skattaskýrslu og skila inn. Það gerist ekki fyrr en að vori eins og allir vita. Skatturinn veit ekki af barninu fyrr en foreldrarnir eru búnir að skila inn skattaskýrslunni. Þá þarf að bíða eftir útreikningunum. Útreikningum? Sömu útreikningunum og koma á skjáinn þegar það er búið að fylla út skattaskýrsluna. Já og nei. Það þarf að fara yfir þá útreikninga. Þeir eru ekki tilbúnir fyrr en seinna. Hvað er svona flókið. Jú, sko. Ef foreldrarnir okkar eru ekki venjulegt launafólk, heldur fólk sem fær tekjur annarsstaðar frá. Þá getur það skekkt barnabótakerfið. Þau geta fengið of mikið. Höfum í huga að skattur af launum er reiknaður út jafn óðum og því hægt er að sjá hversu mikið launþegi þarf að borga af sínu launum í skatt. Sem vinnuveitendur gera, alla jafna, flestir. Ef fjölskyldan okkar væri með tekjur annars staðar frá er líka greiddur skattur af þeim tekjum strax. Eða allavega er búið að reikna út skattinn ef fólk fær líkamsræktarstyrk frá stéttafélaginu sínu. Maður hefði haldið að það væri hægt að reikna út áætlaðar barnabætur til foreldra og svo leiðrétta þær ef upplýsingar hafa vantað. Með tilliti til þess að við búum á tækniöld. Og fjórða iðnbyltinginn er handan við hornið. Lífið er óréttlátt fyrir nýbökuðu foreldrana okkar. En ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að allt árið sem barnið verður 18 ára fá foreldrarnir okkar barnabætur. Þó svo að barnið hafi orðið 18 ára 1. janúar. Líklega fá þau samt engar barnabætur vegna þess að á þessum 18 árum hafa tekjur foreldrana eitthvað hækkað og eign þeirra í húsnæði aukist, þau eiga því ekki rétt á barnabótunum. En hvers vegna er ég að vekja athygli á þessu? Einu sinni heyrði ég það að kostnaðurinn við það að ala upp barn fyrsta árið sé um það bil miljón. Fyrsta árið barnsins vex það úr einum barnabílstól og tveim til þrem útigöllum. Það stækkar um fimm fatastærðir. Það fer úr því að sofa í barnavagni yfir í það að sofa í kerru. Byrjar hjá dagmömmu og fær nokkrar eyrnabólgur. Allt þetta kostar. Í ljósi umræðan um fæðingarorlofið og mikilvægi þess að móðir og barn getir verið sem lengst saman. Hefur orðið til þess að foreldrar dreifa töku fæðingarorlofsins á fleiri mánuði. Þau sem það geta. Er það því þannig að mæður eru ekki bara í þrjá mánuði í fæðingarorlofi. Þær taka stundum sex mánuði og skipta þeim niður á ár. Þannig að 80% launum skiptist niður á 12 mánuði. Sem minnkar tekjur móðurinnar töluvert mikið. Hjón þurfa að lifa meinlætislega til að geta haft það af við þessar aðstæður. Hugsum líka um þetta þegar við fögnum nýjum Íslendingi 1. janúar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun