Fyrsta barn ársins Rakel Þórðardóttir skrifar 28. desember 2018 09:37 Þegar við heyrum þessa frétt í hádeginu 1. janúar fyllir það sum okkar gleði og hlýju. Það er gaman að vita til þess að fallegasta bomba nýja ársins fæddist þá um nóttina. Í kjölfarið fáum við lýsingu á hvernig fæðingin hafi farið af stað og hvort aðstæður hafi verið góðar. Líkur fréttinni venjulega á orðunum. „Móður og barni heilsast vel“. Fá ykkar vita að foreldra barnsins sem þarna fæddist þurfa núna að bíða í 13 mánuði eftir að fá barnabæturnar greiddar frá ríkinu. Hvernig stendur á því? Sérstaklega þegar maður hugsar til þess að foreldrar barnsins sem fæddist síðast á árinu sem var að líða, þurfa bara að bíða í einn mánuð eftir að fá sínar barnabætur greiddar. Hvað skilur á milli þessara foreldra? Oft ekki nema nokkrar mínútur. En það er það sem gerist á miðnætti sem skipir máli. Nýtt ár hefst og þá um leið nýtt skattaár. Um það snýst málið. Nýbökuðu foreldrarnir okkar eiga ekki rétt á barnabótum fyrr en 1. febrúar rúmlega ári eftir fæðingu barnsins. Ekki misskilja mig þrátt fyrir þetta fær barnið bestu mögulegu heilsugæslu fyrsta árið. Barnið fær strax úthlutað kennitölu. Það er hægt að stofna bankareikning í nafni barnsins til að leggja þar inn peninga sem það fær t.d. í vöggugjöf og skírnagjöf. Sjúkraskrá er stofnuð, ef óheppilega vill til að barnið veikist ekkert mál að fá lyf fyrir barnið. Yfir nýbökuðu foreldrana hellast alls konar auglýsingar sendar með pósti frá fyrirtækjum sem hafa frétt af fæðingu barnsins í gegnum þjóðskrá. Auglýsingar fyrir barnamat, bleyjur og sparireikninga í banka. En barnabótakerfið heldur að sér höndum. Fyrir þeim er barnið óþekkt stærð. Eða frekar mætti segja að foreldrar barnsins eru óþekkt stærð. Fyrir fæðingu barnsins hafa foreldrarnir þurft að fylla út alls konar pappíra og senda til Fæðingarorlofssjóðs til að láta sjóðinn vita af tilvonandi erfingja. Upplýsingar varðandi laun, vinnuveitanda og hvernig fæðingarorlofinu skal háttað. Fæðingarorlofssjóður hefur á sínum snærum mjög hæft starfsfólk því það getur reiknað út greiðslur til foreldra á mjög stuttum tíma. Sjóðurinn getur líka leiðrétt greiðslur ef foreldrar breyta tökunni á fæðingarorlofinu. Ég held að það sé vegna þess að hjá fæðingarorlofssjóði starfa forritarar, viðskiptafræðingar, lögfræðingar og jafnvel fleiri fræðingar. Sem hafa reynslu af því að vinna við að leysa úr verkefnum eins og þessu. Auk þess sem að sjóðurinn hefur öflugar tölvur og forrit sem hjálpar til við að reikna út þessa hluti. En snúum okkur aftur að barnabótunum. Hvers vegna þurfa foreldrarnir okkar að bíða svona lengi? Vegna þess að þau eru ekki búin að fylla út skattaskýrslu og skila inn. Það gerist ekki fyrr en að vori eins og allir vita. Skatturinn veit ekki af barninu fyrr en foreldrarnir eru búnir að skila inn skattaskýrslunni. Þá þarf að bíða eftir útreikningunum. Útreikningum? Sömu útreikningunum og koma á skjáinn þegar það er búið að fylla út skattaskýrsluna. Já og nei. Það þarf að fara yfir þá útreikninga. Þeir eru ekki tilbúnir fyrr en seinna. Hvað er svona flókið. Jú, sko. Ef foreldrarnir okkar eru ekki venjulegt launafólk, heldur fólk sem fær tekjur annarsstaðar frá. Þá getur það skekkt barnabótakerfið. Þau geta fengið of mikið. Höfum í huga að skattur af launum er reiknaður út jafn óðum og því hægt er að sjá hversu mikið launþegi þarf að borga af sínu launum í skatt. Sem vinnuveitendur gera, alla jafna, flestir. Ef fjölskyldan okkar væri með tekjur annars staðar frá er líka greiddur skattur af þeim tekjum strax. Eða allavega er búið að reikna út skattinn ef fólk fær líkamsræktarstyrk frá stéttafélaginu sínu. Maður hefði haldið að það væri hægt að reikna út áætlaðar barnabætur til foreldra og svo leiðrétta þær ef upplýsingar hafa vantað. Með tilliti til þess að við búum á tækniöld. Og fjórða iðnbyltinginn er handan við hornið. Lífið er óréttlátt fyrir nýbökuðu foreldrana okkar. En ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að allt árið sem barnið verður 18 ára fá foreldrarnir okkar barnabætur. Þó svo að barnið hafi orðið 18 ára 1. janúar. Líklega fá þau samt engar barnabætur vegna þess að á þessum 18 árum hafa tekjur foreldrana eitthvað hækkað og eign þeirra í húsnæði aukist, þau eiga því ekki rétt á barnabótunum. En hvers vegna er ég að vekja athygli á þessu? Einu sinni heyrði ég það að kostnaðurinn við það að ala upp barn fyrsta árið sé um það bil miljón. Fyrsta árið barnsins vex það úr einum barnabílstól og tveim til þrem útigöllum. Það stækkar um fimm fatastærðir. Það fer úr því að sofa í barnavagni yfir í það að sofa í kerru. Byrjar hjá dagmömmu og fær nokkrar eyrnabólgur. Allt þetta kostar. Í ljósi umræðan um fæðingarorlofið og mikilvægi þess að móðir og barn getir verið sem lengst saman. Hefur orðið til þess að foreldrar dreifa töku fæðingarorlofsins á fleiri mánuði. Þau sem það geta. Er það því þannig að mæður eru ekki bara í þrjá mánuði í fæðingarorlofi. Þær taka stundum sex mánuði og skipta þeim niður á ár. Þannig að 80% launum skiptist niður á 12 mánuði. Sem minnkar tekjur móðurinnar töluvert mikið. Hjón þurfa að lifa meinlætislega til að geta haft það af við þessar aðstæður. Hugsum líka um þetta þegar við fögnum nýjum Íslendingi 1. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við heyrum þessa frétt í hádeginu 1. janúar fyllir það sum okkar gleði og hlýju. Það er gaman að vita til þess að fallegasta bomba nýja ársins fæddist þá um nóttina. Í kjölfarið fáum við lýsingu á hvernig fæðingin hafi farið af stað og hvort aðstæður hafi verið góðar. Líkur fréttinni venjulega á orðunum. „Móður og barni heilsast vel“. Fá ykkar vita að foreldra barnsins sem þarna fæddist þurfa núna að bíða í 13 mánuði eftir að fá barnabæturnar greiddar frá ríkinu. Hvernig stendur á því? Sérstaklega þegar maður hugsar til þess að foreldrar barnsins sem fæddist síðast á árinu sem var að líða, þurfa bara að bíða í einn mánuð eftir að fá sínar barnabætur greiddar. Hvað skilur á milli þessara foreldra? Oft ekki nema nokkrar mínútur. En það er það sem gerist á miðnætti sem skipir máli. Nýtt ár hefst og þá um leið nýtt skattaár. Um það snýst málið. Nýbökuðu foreldrarnir okkar eiga ekki rétt á barnabótum fyrr en 1. febrúar rúmlega ári eftir fæðingu barnsins. Ekki misskilja mig þrátt fyrir þetta fær barnið bestu mögulegu heilsugæslu fyrsta árið. Barnið fær strax úthlutað kennitölu. Það er hægt að stofna bankareikning í nafni barnsins til að leggja þar inn peninga sem það fær t.d. í vöggugjöf og skírnagjöf. Sjúkraskrá er stofnuð, ef óheppilega vill til að barnið veikist ekkert mál að fá lyf fyrir barnið. Yfir nýbökuðu foreldrana hellast alls konar auglýsingar sendar með pósti frá fyrirtækjum sem hafa frétt af fæðingu barnsins í gegnum þjóðskrá. Auglýsingar fyrir barnamat, bleyjur og sparireikninga í banka. En barnabótakerfið heldur að sér höndum. Fyrir þeim er barnið óþekkt stærð. Eða frekar mætti segja að foreldrar barnsins eru óþekkt stærð. Fyrir fæðingu barnsins hafa foreldrarnir þurft að fylla út alls konar pappíra og senda til Fæðingarorlofssjóðs til að láta sjóðinn vita af tilvonandi erfingja. Upplýsingar varðandi laun, vinnuveitanda og hvernig fæðingarorlofinu skal háttað. Fæðingarorlofssjóður hefur á sínum snærum mjög hæft starfsfólk því það getur reiknað út greiðslur til foreldra á mjög stuttum tíma. Sjóðurinn getur líka leiðrétt greiðslur ef foreldrar breyta tökunni á fæðingarorlofinu. Ég held að það sé vegna þess að hjá fæðingarorlofssjóði starfa forritarar, viðskiptafræðingar, lögfræðingar og jafnvel fleiri fræðingar. Sem hafa reynslu af því að vinna við að leysa úr verkefnum eins og þessu. Auk þess sem að sjóðurinn hefur öflugar tölvur og forrit sem hjálpar til við að reikna út þessa hluti. En snúum okkur aftur að barnabótunum. Hvers vegna þurfa foreldrarnir okkar að bíða svona lengi? Vegna þess að þau eru ekki búin að fylla út skattaskýrslu og skila inn. Það gerist ekki fyrr en að vori eins og allir vita. Skatturinn veit ekki af barninu fyrr en foreldrarnir eru búnir að skila inn skattaskýrslunni. Þá þarf að bíða eftir útreikningunum. Útreikningum? Sömu útreikningunum og koma á skjáinn þegar það er búið að fylla út skattaskýrsluna. Já og nei. Það þarf að fara yfir þá útreikninga. Þeir eru ekki tilbúnir fyrr en seinna. Hvað er svona flókið. Jú, sko. Ef foreldrarnir okkar eru ekki venjulegt launafólk, heldur fólk sem fær tekjur annarsstaðar frá. Þá getur það skekkt barnabótakerfið. Þau geta fengið of mikið. Höfum í huga að skattur af launum er reiknaður út jafn óðum og því hægt er að sjá hversu mikið launþegi þarf að borga af sínu launum í skatt. Sem vinnuveitendur gera, alla jafna, flestir. Ef fjölskyldan okkar væri með tekjur annars staðar frá er líka greiddur skattur af þeim tekjum strax. Eða allavega er búið að reikna út skattinn ef fólk fær líkamsræktarstyrk frá stéttafélaginu sínu. Maður hefði haldið að það væri hægt að reikna út áætlaðar barnabætur til foreldra og svo leiðrétta þær ef upplýsingar hafa vantað. Með tilliti til þess að við búum á tækniöld. Og fjórða iðnbyltinginn er handan við hornið. Lífið er óréttlátt fyrir nýbökuðu foreldrana okkar. En ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að allt árið sem barnið verður 18 ára fá foreldrarnir okkar barnabætur. Þó svo að barnið hafi orðið 18 ára 1. janúar. Líklega fá þau samt engar barnabætur vegna þess að á þessum 18 árum hafa tekjur foreldrana eitthvað hækkað og eign þeirra í húsnæði aukist, þau eiga því ekki rétt á barnabótunum. En hvers vegna er ég að vekja athygli á þessu? Einu sinni heyrði ég það að kostnaðurinn við það að ala upp barn fyrsta árið sé um það bil miljón. Fyrsta árið barnsins vex það úr einum barnabílstól og tveim til þrem útigöllum. Það stækkar um fimm fatastærðir. Það fer úr því að sofa í barnavagni yfir í það að sofa í kerru. Byrjar hjá dagmömmu og fær nokkrar eyrnabólgur. Allt þetta kostar. Í ljósi umræðan um fæðingarorlofið og mikilvægi þess að móðir og barn getir verið sem lengst saman. Hefur orðið til þess að foreldrar dreifa töku fæðingarorlofsins á fleiri mánuði. Þau sem það geta. Er það því þannig að mæður eru ekki bara í þrjá mánuði í fæðingarorlofi. Þær taka stundum sex mánuði og skipta þeim niður á ár. Þannig að 80% launum skiptist niður á 12 mánuði. Sem minnkar tekjur móðurinnar töluvert mikið. Hjón þurfa að lifa meinlætislega til að geta haft það af við þessar aðstæður. Hugsum líka um þetta þegar við fögnum nýjum Íslendingi 1. janúar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun