Sannleikur og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun