Körfubolti

Leikmaður Hattar rekinn vegna ofbeldisfullrar hegðunar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik Hattar á síðasta tímabili. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Úr leik Hattar á síðasta tímabili. Myndin tengist fréttinni ekki beint vísir

Körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum hefur leyst Litháann Pranas Skurdauskas undan samningi vegna ofbeldisfullrar hegðunar.

Í tilkynningu frá Hetti í gærkvöld segir að Skurdauskas hafi orðið uppvís að ofbeldisfullri hegðun og hafi mál hans farið til meðferðar hjá lögreglu.

„Körfuknattleiksdeild Hattar fordæmir hegðun leikmannsins sem samræmist í engu gildum og reglum deildarinnar. Liðið undirbýr nú mikilvæga leiki í 1. deildinni en leggur ekki gildin til hliðar, harmar atvikið og hefur gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir í tilkynningunni.

Skurdauskas kom til Hattar fyrir tímabilið og hefur hann spilað alla átta leiki liðsins í deildinni. Hann var með 10,3 stig að meðaltali í leik og 9,3 fráköst.

Höttur féll úr úrvalsdeildinni síðasta vetur og spilar nú í 1. deild karla. Liðið er þar í 5. sæti eftir 8 leiki með 12 stig, líkt og þrjú af liðunum fjórum fyrir ofan. Þór Akureyri er á toppnum með 16 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.