Segið af ykkur Stjórn Uppreisnar og ungliðahreyfingar Viðreisnar. skrifa 1. desember 2018 13:07 Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar