Handbolti

Rúmenía skellti Þjóðverjum og Ungverjar höfðu betur gegn Króatíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ungverjaland vann góðan sigur í dag.
Ungverjaland vann góðan sigur í dag. vísir/getty
Rúmenía gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi, 29-24, á EM í Frakklandi og í hinum leik dagsins sem lokið er höfðu Ungverjar betur gegn Króatíu, 24-17.

Rúmenía var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 en bætti við í síðari hálfleik og unnu að lokum fimm marka sigur, 29-24.

Rúmenía er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Þýskaland er með tvö stig eftir leikina tvo. Þriðja umferðin er eftir í riðlinum.

Eliza Buceschi fór á kostum í liði Rúmeníu og skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Julia Behnke skoraði átta mörk fyrir þýska liðið.

Ungverjaland hafði betur í grannaslagnum gegn Króatíu, 24-18, eftir að Ungverjarnir höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9.

Ungverjaland er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Króatía er á botninum án stiga. Holland og Spánn eru einnig í riðlinum.

Noemi Hafra, Anna Kovacs og Nadine Schatzl skoruðu allar fimm mörk fyrir Ungverjalnad. Dora Krsnik skoraði átta mörk fyrir Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×