Nýsköpun - hornsteinn velmegunar Björn Rúnar Lúðvíksson skrifar 4. desember 2018 11:36 Landspítalinn er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins sem jafnframt er miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum og starfar í náinni samvinnu við aðrar háskólastofnanir landsins. Á undanförnum árum hefur spítalinn stöðugt þurft að sæta niðurskurði, jafnvel á bestu hagsældar tímabilum landsins. Þrátt fyrir þetta hefur tekist með undraverðum hætti að viðhalda þar góðri þjónustu og gæðum m.v. alþjóðlega mælikvarða. Þar ber einna helst að þakka afbragðsgóðu starfsfólki með hátt menntunarstig frá mörgum af fremstu háskólasjúkrahúsum á Vesturlöndum. Ítrekað hefur verið bent á af helstu framármönnum heims, m.a. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði og grunnvísindum að megin forsenda hagsældar sjálfstæðra þjóða er öflugt vísinda- og nýsköpunarstarf. Um nýliðna helgi flutti núverandi forsætisráðherra tölu á 100 ára afmælishátíð þjóðveldisins þar sem mikilvægi sjálfstæðisbaráttunar var tíundað. Á sama tíma er sama ríkistjórn að vega að grunnstoðum farsældar í landinu með áformum um að skerða enn og aftur framlög til vísinda hér á landi. Undirritaður ásamt fjölmörgum öðrum sem er annt um grunnstoðir íslenskt vísindastarfs hefur ítrekað bent á þá grafalvarlega stöðu sem heilbrigðisvísindi eru komin í hér á landi. Þannig hefur hver áfellisdómurinn á fætur öðrum birst varðandi þessa kjarnastarfsemi Landspítala og ber þar hæst skýrslu Nordforsk um stöðu vísindastarfs háskóla og háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Þar kom m.a. fram að tilvitnanir í vísindarannsóknir frá Landspítala hafa hrunið frá því að vera í fyrsta sæti innan Norðurlandanna niður í að vera komið langt undir heimsmeðaltal. Þetta er óheillaþróun sem hefur staðið óslitið frá því skömmu eftir aldamót og sér ekki fyrir endann á. Sjálfstæði okkar sem vísindasamfélag er því stefnt í voða ef nú þegar verða ekki stórtækar breytingar á viðhorfi og skilning ráðamanna til þessara staðreynda. Einnig er ljóst að lykill að öruggri heilbrigðisþjónustu eru styrkar stoðir grunnvísindastarfs. Forstjóri Landspítala hefur einnig bent á mikilvægi vísindastarfs fyrir alla kjarnastarfsemi hans. Hins vegar rýmar það illa við þá grátlegu staðreynd að framlög til vísindarannsókna eru < 1% af veltu spítalans meðan það er a.m.k. 6 - 8% meðal sambærilegra háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Líklegt má telja að hlutfallslega góð þátttaka Íslands í samkeppnissjóði á vegum ESB, þ.m.t. Horizon 2020, Erasmus+, og Creative Europe, auk öflugs vísindastarfs aðila eins og Íslenskrar Erðagreiningar og Hjartaverndar hafi haldið okkur á floti síðastliðin ár. Árið 2014 setti þó þáverandi ríkistjórn málaflokkinn loksins á oddinn og lofaði 2,8 milljarða aukningu í samkeppnisjóði Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð Rannís. Þá námu framlög til þeirra um 2,2 milljörðum. Áætlunin hljóðaði upp á að árið 2016 yrðu heildarframlög komin í 4 milljarða. Mikillar bjartsýnar rýkti og var áætlað að þetta myndi leiða til þess að hægt yrði að fjármagna allt að 200 stöður doktorsnema árið 2016! Var þetta sérstaklega hugsað til að styrkja nýsköpun innan atvinnulífsins auk þess að efla þróun og rannsóknir á komandi árum. Stórauka átti fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 myndu þær ná 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þáverandi forsætisráðherra sagði þá m.a., „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum“ . Nú er öldin önnur, þrátt fyrir fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar í upphafi kjörtímabils þá á ekki að hefja lífsnaðsynlegt uppbyggingarstarf heilbrigðisvísinda heldur mæta með blóðugan niðurskurðarhníf og beina honum beint í hjartastað grunnstoða vísindastarfs landsins. Undirritaður skorar á ríkistjórn Íslands að styrkja grunnstoðir heilbrigðisvísinda með því að stórauka fjárframlög til heilbrigðisvísinda í stað niðurskurðar, auk þess að koma á fót sérstökum samkeppnisjóð fyrir heilbrigðisvísindi. Þannig munum við best standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar á 100 ára afmæli þjóðveldisins.Höfundur er yfirlæknir, prófessor og formaður prófessoraráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítalinn er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins sem jafnframt er miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum og starfar í náinni samvinnu við aðrar háskólastofnanir landsins. Á undanförnum árum hefur spítalinn stöðugt þurft að sæta niðurskurði, jafnvel á bestu hagsældar tímabilum landsins. Þrátt fyrir þetta hefur tekist með undraverðum hætti að viðhalda þar góðri þjónustu og gæðum m.v. alþjóðlega mælikvarða. Þar ber einna helst að þakka afbragðsgóðu starfsfólki með hátt menntunarstig frá mörgum af fremstu háskólasjúkrahúsum á Vesturlöndum. Ítrekað hefur verið bent á af helstu framármönnum heims, m.a. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði og grunnvísindum að megin forsenda hagsældar sjálfstæðra þjóða er öflugt vísinda- og nýsköpunarstarf. Um nýliðna helgi flutti núverandi forsætisráðherra tölu á 100 ára afmælishátíð þjóðveldisins þar sem mikilvægi sjálfstæðisbaráttunar var tíundað. Á sama tíma er sama ríkistjórn að vega að grunnstoðum farsældar í landinu með áformum um að skerða enn og aftur framlög til vísinda hér á landi. Undirritaður ásamt fjölmörgum öðrum sem er annt um grunnstoðir íslenskt vísindastarfs hefur ítrekað bent á þá grafalvarlega stöðu sem heilbrigðisvísindi eru komin í hér á landi. Þannig hefur hver áfellisdómurinn á fætur öðrum birst varðandi þessa kjarnastarfsemi Landspítala og ber þar hæst skýrslu Nordforsk um stöðu vísindastarfs háskóla og háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Þar kom m.a. fram að tilvitnanir í vísindarannsóknir frá Landspítala hafa hrunið frá því að vera í fyrsta sæti innan Norðurlandanna niður í að vera komið langt undir heimsmeðaltal. Þetta er óheillaþróun sem hefur staðið óslitið frá því skömmu eftir aldamót og sér ekki fyrir endann á. Sjálfstæði okkar sem vísindasamfélag er því stefnt í voða ef nú þegar verða ekki stórtækar breytingar á viðhorfi og skilning ráðamanna til þessara staðreynda. Einnig er ljóst að lykill að öruggri heilbrigðisþjónustu eru styrkar stoðir grunnvísindastarfs. Forstjóri Landspítala hefur einnig bent á mikilvægi vísindastarfs fyrir alla kjarnastarfsemi hans. Hins vegar rýmar það illa við þá grátlegu staðreynd að framlög til vísindarannsókna eru < 1% af veltu spítalans meðan það er a.m.k. 6 - 8% meðal sambærilegra háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Líklegt má telja að hlutfallslega góð þátttaka Íslands í samkeppnissjóði á vegum ESB, þ.m.t. Horizon 2020, Erasmus+, og Creative Europe, auk öflugs vísindastarfs aðila eins og Íslenskrar Erðagreiningar og Hjartaverndar hafi haldið okkur á floti síðastliðin ár. Árið 2014 setti þó þáverandi ríkistjórn málaflokkinn loksins á oddinn og lofaði 2,8 milljarða aukningu í samkeppnisjóði Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð Rannís. Þá námu framlög til þeirra um 2,2 milljörðum. Áætlunin hljóðaði upp á að árið 2016 yrðu heildarframlög komin í 4 milljarða. Mikillar bjartsýnar rýkti og var áætlað að þetta myndi leiða til þess að hægt yrði að fjármagna allt að 200 stöður doktorsnema árið 2016! Var þetta sérstaklega hugsað til að styrkja nýsköpun innan atvinnulífsins auk þess að efla þróun og rannsóknir á komandi árum. Stórauka átti fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 myndu þær ná 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þáverandi forsætisráðherra sagði þá m.a., „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum“ . Nú er öldin önnur, þrátt fyrir fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar í upphafi kjörtímabils þá á ekki að hefja lífsnaðsynlegt uppbyggingarstarf heilbrigðisvísinda heldur mæta með blóðugan niðurskurðarhníf og beina honum beint í hjartastað grunnstoða vísindastarfs landsins. Undirritaður skorar á ríkistjórn Íslands að styrkja grunnstoðir heilbrigðisvísinda með því að stórauka fjárframlög til heilbrigðisvísinda í stað niðurskurðar, auk þess að koma á fót sérstökum samkeppnisjóð fyrir heilbrigðisvísindi. Þannig munum við best standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar á 100 ára afmæli þjóðveldisins.Höfundur er yfirlæknir, prófessor og formaður prófessoraráðs Landspítala.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun