Nýsköpun - hornsteinn velmegunar Björn Rúnar Lúðvíksson skrifar 4. desember 2018 11:36 Landspítalinn er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins sem jafnframt er miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum og starfar í náinni samvinnu við aðrar háskólastofnanir landsins. Á undanförnum árum hefur spítalinn stöðugt þurft að sæta niðurskurði, jafnvel á bestu hagsældar tímabilum landsins. Þrátt fyrir þetta hefur tekist með undraverðum hætti að viðhalda þar góðri þjónustu og gæðum m.v. alþjóðlega mælikvarða. Þar ber einna helst að þakka afbragðsgóðu starfsfólki með hátt menntunarstig frá mörgum af fremstu háskólasjúkrahúsum á Vesturlöndum. Ítrekað hefur verið bent á af helstu framármönnum heims, m.a. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði og grunnvísindum að megin forsenda hagsældar sjálfstæðra þjóða er öflugt vísinda- og nýsköpunarstarf. Um nýliðna helgi flutti núverandi forsætisráðherra tölu á 100 ára afmælishátíð þjóðveldisins þar sem mikilvægi sjálfstæðisbaráttunar var tíundað. Á sama tíma er sama ríkistjórn að vega að grunnstoðum farsældar í landinu með áformum um að skerða enn og aftur framlög til vísinda hér á landi. Undirritaður ásamt fjölmörgum öðrum sem er annt um grunnstoðir íslenskt vísindastarfs hefur ítrekað bent á þá grafalvarlega stöðu sem heilbrigðisvísindi eru komin í hér á landi. Þannig hefur hver áfellisdómurinn á fætur öðrum birst varðandi þessa kjarnastarfsemi Landspítala og ber þar hæst skýrslu Nordforsk um stöðu vísindastarfs háskóla og háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Þar kom m.a. fram að tilvitnanir í vísindarannsóknir frá Landspítala hafa hrunið frá því að vera í fyrsta sæti innan Norðurlandanna niður í að vera komið langt undir heimsmeðaltal. Þetta er óheillaþróun sem hefur staðið óslitið frá því skömmu eftir aldamót og sér ekki fyrir endann á. Sjálfstæði okkar sem vísindasamfélag er því stefnt í voða ef nú þegar verða ekki stórtækar breytingar á viðhorfi og skilning ráðamanna til þessara staðreynda. Einnig er ljóst að lykill að öruggri heilbrigðisþjónustu eru styrkar stoðir grunnvísindastarfs. Forstjóri Landspítala hefur einnig bent á mikilvægi vísindastarfs fyrir alla kjarnastarfsemi hans. Hins vegar rýmar það illa við þá grátlegu staðreynd að framlög til vísindarannsókna eru < 1% af veltu spítalans meðan það er a.m.k. 6 - 8% meðal sambærilegra háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Líklegt má telja að hlutfallslega góð þátttaka Íslands í samkeppnissjóði á vegum ESB, þ.m.t. Horizon 2020, Erasmus+, og Creative Europe, auk öflugs vísindastarfs aðila eins og Íslenskrar Erðagreiningar og Hjartaverndar hafi haldið okkur á floti síðastliðin ár. Árið 2014 setti þó þáverandi ríkistjórn málaflokkinn loksins á oddinn og lofaði 2,8 milljarða aukningu í samkeppnisjóði Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð Rannís. Þá námu framlög til þeirra um 2,2 milljörðum. Áætlunin hljóðaði upp á að árið 2016 yrðu heildarframlög komin í 4 milljarða. Mikillar bjartsýnar rýkti og var áætlað að þetta myndi leiða til þess að hægt yrði að fjármagna allt að 200 stöður doktorsnema árið 2016! Var þetta sérstaklega hugsað til að styrkja nýsköpun innan atvinnulífsins auk þess að efla þróun og rannsóknir á komandi árum. Stórauka átti fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 myndu þær ná 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þáverandi forsætisráðherra sagði þá m.a., „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum“ . Nú er öldin önnur, þrátt fyrir fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar í upphafi kjörtímabils þá á ekki að hefja lífsnaðsynlegt uppbyggingarstarf heilbrigðisvísinda heldur mæta með blóðugan niðurskurðarhníf og beina honum beint í hjartastað grunnstoða vísindastarfs landsins. Undirritaður skorar á ríkistjórn Íslands að styrkja grunnstoðir heilbrigðisvísinda með því að stórauka fjárframlög til heilbrigðisvísinda í stað niðurskurðar, auk þess að koma á fót sérstökum samkeppnisjóð fyrir heilbrigðisvísindi. Þannig munum við best standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar á 100 ára afmæli þjóðveldisins.Höfundur er yfirlæknir, prófessor og formaður prófessoraráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Landspítalinn er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins sem jafnframt er miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum og starfar í náinni samvinnu við aðrar háskólastofnanir landsins. Á undanförnum árum hefur spítalinn stöðugt þurft að sæta niðurskurði, jafnvel á bestu hagsældar tímabilum landsins. Þrátt fyrir þetta hefur tekist með undraverðum hætti að viðhalda þar góðri þjónustu og gæðum m.v. alþjóðlega mælikvarða. Þar ber einna helst að þakka afbragðsgóðu starfsfólki með hátt menntunarstig frá mörgum af fremstu háskólasjúkrahúsum á Vesturlöndum. Ítrekað hefur verið bent á af helstu framármönnum heims, m.a. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði og grunnvísindum að megin forsenda hagsældar sjálfstæðra þjóða er öflugt vísinda- og nýsköpunarstarf. Um nýliðna helgi flutti núverandi forsætisráðherra tölu á 100 ára afmælishátíð þjóðveldisins þar sem mikilvægi sjálfstæðisbaráttunar var tíundað. Á sama tíma er sama ríkistjórn að vega að grunnstoðum farsældar í landinu með áformum um að skerða enn og aftur framlög til vísinda hér á landi. Undirritaður ásamt fjölmörgum öðrum sem er annt um grunnstoðir íslenskt vísindastarfs hefur ítrekað bent á þá grafalvarlega stöðu sem heilbrigðisvísindi eru komin í hér á landi. Þannig hefur hver áfellisdómurinn á fætur öðrum birst varðandi þessa kjarnastarfsemi Landspítala og ber þar hæst skýrslu Nordforsk um stöðu vísindastarfs háskóla og háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Þar kom m.a. fram að tilvitnanir í vísindarannsóknir frá Landspítala hafa hrunið frá því að vera í fyrsta sæti innan Norðurlandanna niður í að vera komið langt undir heimsmeðaltal. Þetta er óheillaþróun sem hefur staðið óslitið frá því skömmu eftir aldamót og sér ekki fyrir endann á. Sjálfstæði okkar sem vísindasamfélag er því stefnt í voða ef nú þegar verða ekki stórtækar breytingar á viðhorfi og skilning ráðamanna til þessara staðreynda. Einnig er ljóst að lykill að öruggri heilbrigðisþjónustu eru styrkar stoðir grunnvísindastarfs. Forstjóri Landspítala hefur einnig bent á mikilvægi vísindastarfs fyrir alla kjarnastarfsemi hans. Hins vegar rýmar það illa við þá grátlegu staðreynd að framlög til vísindarannsókna eru < 1% af veltu spítalans meðan það er a.m.k. 6 - 8% meðal sambærilegra háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Líklegt má telja að hlutfallslega góð þátttaka Íslands í samkeppnissjóði á vegum ESB, þ.m.t. Horizon 2020, Erasmus+, og Creative Europe, auk öflugs vísindastarfs aðila eins og Íslenskrar Erðagreiningar og Hjartaverndar hafi haldið okkur á floti síðastliðin ár. Árið 2014 setti þó þáverandi ríkistjórn málaflokkinn loksins á oddinn og lofaði 2,8 milljarða aukningu í samkeppnisjóði Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð Rannís. Þá námu framlög til þeirra um 2,2 milljörðum. Áætlunin hljóðaði upp á að árið 2016 yrðu heildarframlög komin í 4 milljarða. Mikillar bjartsýnar rýkti og var áætlað að þetta myndi leiða til þess að hægt yrði að fjármagna allt að 200 stöður doktorsnema árið 2016! Var þetta sérstaklega hugsað til að styrkja nýsköpun innan atvinnulífsins auk þess að efla þróun og rannsóknir á komandi árum. Stórauka átti fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 myndu þær ná 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þáverandi forsætisráðherra sagði þá m.a., „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum“ . Nú er öldin önnur, þrátt fyrir fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar í upphafi kjörtímabils þá á ekki að hefja lífsnaðsynlegt uppbyggingarstarf heilbrigðisvísinda heldur mæta með blóðugan niðurskurðarhníf og beina honum beint í hjartastað grunnstoða vísindastarfs landsins. Undirritaður skorar á ríkistjórn Íslands að styrkja grunnstoðir heilbrigðisvísinda með því að stórauka fjárframlög til heilbrigðisvísinda í stað niðurskurðar, auk þess að koma á fót sérstökum samkeppnisjóð fyrir heilbrigðisvísindi. Þannig munum við best standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar á 100 ára afmæli þjóðveldisins.Höfundur er yfirlæknir, prófessor og formaður prófessoraráðs Landspítala.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar