Viðskipti innlent

Wuxi NextCODE fær 25 milljarða fjármögnun frá alþjóðlegum fjárfestum

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Vísindamaður að störfum.
Vísindamaður að störfum. Getty/Josh Reynolds

Wuxi NextCODE, sem meðal annars var stofnað af Hannesi Smárasyni ásamt fleirum og er með skrifstofur á Íslandi, hefur lokið 200 milljón dollara fjármögnun. Það jafngildir 24,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í erlendum fréttamiðlum.

Starfsemi WuXi NextCode lýtur að því að nota upplýsingar um erfðamengi til þess að uppgötva virkni ákveðinna gena. Fyrirtækið varð til þegar WuXi PharmaTech keypti íslenska lyfjafyrirtækið NextCode á 8,5 milljarða króna árið 2015.

Hannes Smárason.

Íslensk erfðagreining kom NextCode á fót til að selja sjúkdómsgreiningar til lækna og sjúkrahúsa í Bandaríkjunum.

Írski fjárfestingasjóðurinn Ireland Strategic Investment Fund leiddi ferlið og lagði til 70 milljónir dollara.

Sá sjóður var stærsti hluthafi Genomics Medicine Ireland sem Wuxi NextCODE keypti nýverið til að koma á fót höfuðstöðvum í Evrópu.

Á meðal annarra fjárfesta í þessari lotu má nefna Temasek og Sequoia Capital sem hafa lengi verið hluthafar í fyrirtækinu.

Fyrir um það bil ári sótti Wuxi NextCode 240 milljónir dollara í fjármögnun.

Temasek er einnig hluthafi í Alvogen og Alvotech sem er með höfuðstöðvar í Vatnsmýrinni.

Hann­es lét af störfum sem for­stjóri WuXi Nextcode í mars, rúmu ári eft­ir að hann tók við keflinu. Hann starfar áfram sem ráðgjafi hjá fyr­ir­tæk­inu. Frá því í mars hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir 6 Dimensions Capital sem fjárfestir í nýsköpun í heilbrigðisviði. Fyrirtækið varð til við samruna WuXi Healthcare Ventures og Frontline BioVentures.


Tengdar fréttir

Afdrif áhrifamanna í bankakerfinu

Bankastjórar, stórir hluthafar í bönkunum og aðrir áhrifamenn í fjármálalífinu hurfu margir hverjir úr sviðsljósinu í kjölfar fjármálahrunsins. Flestir þeirra hafa þó náð að fóta sig að nýju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.