Viðskipti innlent

Hannes Smárason hættir hjá líftæknifélagi

Kjartan Kjartansson skrifar
WuXi Netcode var afsprengi Íslenskrar erfðagreiningar. Hannes tók við sem forstjóri sameinaðs félags í fyrra.
WuXi Netcode var afsprengi Íslenskrar erfðagreiningar. Hannes tók við sem forstjóri sameinaðs félags í fyrra. Vísir/Heiða

Líftæknifélagið WuXi NextCode hefur tilkynnt að Hannes Smárason hafi látið af störfum sem forstjóri félagsins. Hannes er sagður ætla að sinna öðrum frumkvöðlastörfum en halda áfram ráðgjafarstörfum fyrir félagið.

Hannes var ráðinn forstjóri félagsins í febrúar í fyrra. Fyrirtækið varð til við sameiningu NextCode, dótturfélags Íslenskrar erfðagreiningar, og WuXi Genome Center.

Félagið hefur verið með starfsemi hér á landi, í Sjanghæ í Kína og Massachusetts í Bandaríkjunum. Vefsíðan Bio-IT World greinir frá brotthvarfi Hannesar. Eftirmaður hans er Rob Brainin sem hefur verið varaforseti framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóri. 

Hannes átti þátt í stofnun Nextcode árið 2013 og hafði umsjón með sameiningu þess við WuXi Genome Center. Samruninn átti sér stað í kjölfar yfirtöku félagsins WuXi AppTec á NextCode árið 2015 fyrir átta og hálfan milljarð króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.