Viðskipti innlent

Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.
Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá WOW air að fulltrúar félaganna tveggja hafi fundað síðustu daga og Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners, hafi verið hér undanfarna tvo daga að til að kynnast WOW air og fara yfir framtíðartækifæri þess.

Í tilkynningu WOW air segir að heimsókn Franke hafi verið liður í áframhaldandi áreiðanleikakönnun sem fjárfesting Indigo Partners í WOW air muni grundvallast á. Báðir aðilar vilji ljúka samningum eins fljótt og auðið er. Áður en hægt sé að ljúka samningum þurfi að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðakerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur sem keyptu í útboði WOW air í september.

Í tilkynningu er haft eftir Bill Franke að heimsóknin hafi verið „tveir afkastamiklir dagar“ þar sem rætt hafi verið um framtíðarrekstur WOW air. „Stjórnendateymi WOW air er sterkt, vörumerkið öflugt og félagið hefur mikil tækifæri,“ er haft eftir Franke. Haft er eftir Skúla Mogensen en starfsfólk WOW air sé ánægt með heimsókn Indigo Partners. Leitun sé að betri og reyndari samstarfsaðila til þess að efla rekstur og tryggja framtíð WOW air.

Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður áreiðanleikakönnunar eiga að liggja fyrir eða hvenær stefnt sé að því að skrifa undir kaupsamning.

Bandaríska fyrirtækið Plane View Partners LLC hefur verið WOW air til ráðgjafar í samningaviðræðunum við Indigo Partners. 

Franke er stjórnarformaður lággjaldaflugfélaganna Wizz air og Frontier Airlines en Indigo er ráðandi fjárfestir í báðum félögum. Á síðasta ári gekk Indigo Partners frá samningi um pöntun á 430 Airbus þotum. Samningurinn hljóðaði upp á 50 milljarða dollara og er um að ræða einn stærsta samning sögunnar í flugiðnaðinum.

Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann ræðir bráðabirðgasamkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og framtíðarhorfur WOW air. Viðtalið var tekið sama dag og greint var frá bráðabirgðasamkomulagi við Indigo Partners. 


Tengdar fréttir

Skúli fundaði með samgönguráðherra

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag.

Vonar að allt fari vel hjá WOW

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air.

Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair

Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós.

WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu

Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.