Handbolti

Frakkar ekki í vandræðum með Dani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frakkar með góðan sigur í dag.
Frakkar með góðan sigur í dag. mynd/ehf

Frakkland vann nokkuð öruggan sex marka sigur á Dönum, 29-23, í fyrsta leik liðanna í milliriðli eitt á EM kvenna í handbolta.

Leikið er í Frakklandi og voru heimastúlkur með öll tök á leiknum í fyrri hálfleik. Þær leiddu 17-12 og var sigurinn aldrei spurning í þeim síðari. Munurinn varð að endingu sex mörk.

Fie Woller skoraði fimm mörk fyrir Daina og næst komu þær Stine Jorgensen og Anne Mette Hansen með fjögur hvor. Danirnir eru með tvö stig í milliriðlinum.

Í franska liðinu var það Estelle Nze minko sem skoraði sex mörk úr sex skotum. Grace Zaadi og Allison Pineau skoruðu fjögur hvor en Frakkarnir eru með fjögur stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.