Körfubolti

Keflavík á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emba átti góðan leik í kvöld.
Emba átti góðan leik í kvöld.

Keflavík vann níu stiga sigur á Haukum, 97-88, er liðin mættust í Keflavík í kvöld. Leikurinn hluti af elleftu umferðinni í Dominos-deild kvenna.

Keflavík er eftir sigurinn eitt á toppi deildarinnar með átján stig en KR og Snæfell eiga þó leik ti lgóða en þau spila í á laugardag. Haukar í næst neðsta sæti deildarinnar.

Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum. Keflavík var 34-25 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var svo átta stigum yfir í hálfleik, 56-48.

Í síðari hálfleik leiddi Keflavík allan tímann en í síðasta leikhlutanum náðu Haukarnir mest að minnka munnin í þrjú stig, 77-74. Nær komust þær ekki og mikilvægur sigur Keflavíkur í toppbaráttunni.

Brittanny Dinkins var frábær í liði Keflavíkur með 34 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar en Embla Kristínardóttir átti einnig afar góðan leik. Hún skoraði fimmtán stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Hjá Haukunum var það LeLe Hardy sem var stigahæst en hún skoraði 29 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir átti góðan leik einnig en hún skoraði tuttugu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.