Viðskipti innlent

Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania.
Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania. Vísir/Anton Brink
Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón.

Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter.

Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið.

Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna.

Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl.

Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter.

Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi.


Tengdar fréttir

Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.