Microsoft ætlar sér að byggja vafrann Edge alveg upp á nýtt 8. desember 2018 08:00 Edge, nýr vafri Microsoft, hefur ekki notið mikilla vinsælda. Nordicphotos/Getty Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent