Sókrates á barnum María Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar