Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 13:04 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. Fréttablaðið/ernir Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag. Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag.
Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00