Viðhorf og veruleiki Líf Magneudóttir skrifar 20. nóvember 2018 14:09 Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun