Viðhorf og veruleiki Líf Magneudóttir skrifar 20. nóvember 2018 14:09 Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar