Körfubolti

Auglýsir leikinn með svalasta skoti vetrarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snjólfur Marel Stefánsson.
Snjólfur Marel Stefánsson. Vísir/Ernir
Snjólfur Marel Stefánsson er einn af ungu uppöldu Njarðvíkingunum í Domino´s deild karla í körfubolta og hann auglýsir leik liðsins annað kvöld með eftirminnilegum hætti.

Njarðvík fær þá Stjörnuna í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík og getur þar unnið sinn fjórða leik í röð og haldið stöðu sinni við topp deildarinnar.

Snjólfur Marel skorar á Njarðvíkinga að mæta á leikinn á morgun en það má búast við skemmtilegri stemmningu eins og vanalega í þessu klassíska íþróttahúsi.

Snjólfur er svalur á því í auglýsingunni sem má sjá hér fyrir neðan.





Snjólfur Marel Stefánsson hefur ekki tekið þriggja stiga skot á tímabilinu en það verður kannski breyting á því annað kvöld.

Ef marka má þessi tilþrifa hans er fullástæða til þess að leyfa honum að reyna sig af löngu færi.

Leikur Njarðvík og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 en hann verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×