Körfubolti

„Erum greinilega bara svona illa þjálfaðir“

Dagur Lárusson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. vísir
Kjartan Atli og félagar fóru yfir hörð ummæli Jóns Arnórs eftir tap KR-inga gegn Grindavík á fimmtudagskvöldið en Jón Arnór var alls ekki sáttur.

 

KR-ingar hafa ekki farið neitt sérstaklega vel af stað í deildinni í vetur en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum á eftir Tindastól í efsta sætinu.

 

Jón Arnór lét nánast allt flakka í viðtalinu eftir leik og velti því meðal annars fyrir sér hvort að þeir væru ekki vel þjálfað lið.

 

„Við erum greinilega bara svona illa þjálfaðir, eða vitlausir, heimskir körfuboltaleikmenn, ég veit ekki.“

 

„Grunnatriði eins og að sjá fyrir hvort andstæðingur þinn vilji fara til vinstri eða hægri, það er bara ekki til staðar og er greinilega ekki verið að negla nægilega vel inn hausinn á fólki,“ sagði Jón Arnór.

 

Fóru þeir félagarnir einnig yfir tilbrigði Jón Arnórs í leiknum sjálfum.

 

„Jón Arnór er auðvitað keppnismaður, og hann er ósáttur með að tapa leikjum, við vitum það öll, þannig á það að vera.“

 

Veltu félagarnir því síðan fyrir sér hvort að Brynjar, fyrrum fyrirliði KR, hafi verið mikilvægari en fyrst var haldið en eins og vitað er gekk hann til liðs við Tindastól fyrir tímabilið.

 

„Getur verið að hann hafi verið sá inní búningsklefanum sem hristi hópnum saman?“

 

„Það er bara mjög góð pæling og sannleikurinn er eflaust eitthvað í áttina að því.“

 

Klippa: Körfuboltakvöld: Jón Arnór ósáttur
 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×