Hvar vilja konur vinna? Edda Hermannsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:06 Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar