Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 14:00 Ámundi á hliðarlínunni í Borgarnesi þar sem hann er alla jafna á leikjum liðsins. Mynd/facebooksíða skallagríms Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Sjá meira
Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Sjá meira
Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58