Megum ekki hika í sóknarleiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2018 10:00 Elvar Friðriksson er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leikstjórnandans í kvöld. Fréttablaðið/sigtryggur Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira