Körfuboltakvöld: Algjört ráðaleysi hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 12:30 Stjörnuliðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu fyrir tímabilið s2 sport Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira