Körfubolti

Körfuboltakvöld: Óskiljanlegt að Pétur taki ekki leikhlé

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pétur fer sparlega með leikhléin sín
Pétur fer sparlega með leikhléin sín s2 sport
Breiðablik hefur bara unnið einn leik í Domino's deild karla í körfubolta til þessa þrátt fyrir að vera oftar en ekki með yfirhöndina lengst af í leikjum sínum.

„Þetta er að gerast aftur og aftur og aftur það sama. Blikar eru yfir en fá á sig áhlaup og Pétur, minn fyrsti þjálfari sem mér þykir væntu um, afhverju tekur hann ekki leikhlé?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport í þætti gærkvöldsins.

„Ég veit það ekki, hann talaði um það að þetta væri af því að Keflavík er með menn sem voru atvinnumenn og eru að koma úr háskóla, kannski er það ástæðan,“ svaraði Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga þáttarins.

„Ég skil ekki afhverju hann er að tala þá svona niður? Ég skil þetta ekki, þetta er einhver öfug sálfræði sem hann hefur lært hjá Svala,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson.

„Pétur er eldklár. Því ekki að stoppa leikinn og tala aðeins við þessa ungu stráka?“ spurði Teitur Örlygsson.

„Þeir eru bara eins og hestar, þeir gera það sem Pétur segir, svo mér finnst að Pétur eigi að segja þeim meira hvað þeir eiga að gera,“ sagði Kristinn.

Umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Afhverju tekur Pétur ekki leikhlé?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×