Nýsköpun á húsnæðismarkaði Dagur B. Eggertsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar