Körfubolti

Kristófer kemur heim á morgun og gæti spilað með KR í næstu viku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í vor
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í vor vísir/bára
Kristófer Acox hefur fengið samningi sínum við franska félagið Denain rift og spilar mögulega með KR geng Grindavík eftir rúma viku.

Arnar Björnsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kristófer sagði franska félaginu að hann vildi fara þaðan fyrir nokkrum vikum en erfiðlega hefur gengið að fá samningnum lausum. Nú hefur hann hins vegar gengið frá sínum málum og kemur til landsins á morgun.

Landsliðsmaðurinn er að glíma við meiðsli en er á réttri leið og gæti spilað með í leik KR og Grindavíkur 22. nóvember næst komandi.

Í gær bárust fréttir af því að Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon væru á leið heim frá Ungverjalandi. Finnur tók sína fyrstu æfingu með KR í gær og gæti mætt með KR gegn Haukum annað kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×