Ferðamenn og 10 milljarða framlag til vegakerfisins Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun