Vísbendingar um árangur í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum stúlkna Heimsljós kynnir 16. nóvember 2018 12:00 UNFPA Á síðustu tveimur áratugum hefur limlestingum á kynfærum stúlkna fækkað verulega í Austur-Afríku, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. „Ef rétt reynist eru þetta miklar gleðifréttir, fyrst og fremst að sjálfsögðu fyrir stúlkur í þessum heimshluta, en einnig fyrir þjóð eins og Íslendinga sem hefur ásamt níu öðrum þjóðum stutt baráttuna gegn þessari hræðilegu hefð með árlegum framlögum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samkvæmt rannsókn BMJ sem takmarkaðist við stúlkur fjórtán ára og yngri hefur stórlega dregið úr þessum verknaði, einkum í austurhluta Afríku. Árið 1995 máttu 71,4% stúlkna sæta limlestingum á kynfærum en árið 2016 var þetta hlutfall komið niður í 8%. Frá árinu 1990 til 2017 fækkaði tilvikum í norðurhluta álfunnar úr 57,7% niður í 14,1% og í vesturhluta Afríku eru tölur frá 1996 til 2017 sem sýna fækkun úr 73,6% niður í 25,4%. Fjölmörg félagasamtök og alþjóðastofnanir hafa unnið ötullega að því að uppræta þennan verknað í sautján Afríkuríkjum og niðurstaðan sem birtist í breska læknatímaritinu gefur til kynna að mikill árangur hafi náðst. Íslendingar hafa allt frá árinu 2008 stutt slíkt verkefni með árlegum framlögum en það er sameiginlega unnið af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í febrúar á þessu ári undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning um stuðning við verkefnið til næstu fjögurra ára. Heimsmarkmiðin: Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.Fulltrúar ýmissa samtaka sem láta sig þennan málaflokk varða telja engu að síður of snemmt að fagna miklum árangri því aðrar rannsóknir bendi ekki í sömu átt. Nefnt er sérstaklega að rannsóknin nái ekki til stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem eru neyddar í sumum samfélögum til að undirgangast slíka aðgerð og einnig að rannsóknin nái aðeins til tveggja ríkja Miðausturlanda þar sem þessi hefð er útbreidd. Aðferðafræðin hefur ennfremur verið gagnrýnd fyrir það að byggja aðeins á frásögnum mæðra. Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) varaði við því fyrr á árinu að limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna gætu aukist á næstu árum vegna mannfjöldaaukningar í þeim heimshlutum þar sem hefðin er sterk. Um 200 milljónir kvenna og stúlkna í heiminum eru taldar hafa þurft að líða fyrir þessa aðgerð sem hefur hrikaleg líkamleg og sálræn áhrif á konur alla ævi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent
Á síðustu tveimur áratugum hefur limlestingum á kynfærum stúlkna fækkað verulega í Austur-Afríku, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. „Ef rétt reynist eru þetta miklar gleðifréttir, fyrst og fremst að sjálfsögðu fyrir stúlkur í þessum heimshluta, en einnig fyrir þjóð eins og Íslendinga sem hefur ásamt níu öðrum þjóðum stutt baráttuna gegn þessari hræðilegu hefð með árlegum framlögum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samkvæmt rannsókn BMJ sem takmarkaðist við stúlkur fjórtán ára og yngri hefur stórlega dregið úr þessum verknaði, einkum í austurhluta Afríku. Árið 1995 máttu 71,4% stúlkna sæta limlestingum á kynfærum en árið 2016 var þetta hlutfall komið niður í 8%. Frá árinu 1990 til 2017 fækkaði tilvikum í norðurhluta álfunnar úr 57,7% niður í 14,1% og í vesturhluta Afríku eru tölur frá 1996 til 2017 sem sýna fækkun úr 73,6% niður í 25,4%. Fjölmörg félagasamtök og alþjóðastofnanir hafa unnið ötullega að því að uppræta þennan verknað í sautján Afríkuríkjum og niðurstaðan sem birtist í breska læknatímaritinu gefur til kynna að mikill árangur hafi náðst. Íslendingar hafa allt frá árinu 2008 stutt slíkt verkefni með árlegum framlögum en það er sameiginlega unnið af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í febrúar á þessu ári undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning um stuðning við verkefnið til næstu fjögurra ára. Heimsmarkmiðin: Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.Fulltrúar ýmissa samtaka sem láta sig þennan málaflokk varða telja engu að síður of snemmt að fagna miklum árangri því aðrar rannsóknir bendi ekki í sömu átt. Nefnt er sérstaklega að rannsóknin nái ekki til stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem eru neyddar í sumum samfélögum til að undirgangast slíka aðgerð og einnig að rannsóknin nái aðeins til tveggja ríkja Miðausturlanda þar sem þessi hefð er útbreidd. Aðferðafræðin hefur ennfremur verið gagnrýnd fyrir það að byggja aðeins á frásögnum mæðra. Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) varaði við því fyrr á árinu að limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna gætu aukist á næstu árum vegna mannfjöldaaukningar í þeim heimshlutum þar sem hefðin er sterk. Um 200 milljónir kvenna og stúlkna í heiminum eru taldar hafa þurft að líða fyrir þessa aðgerð sem hefur hrikaleg líkamleg og sálræn áhrif á konur alla ævi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent