
Gleymdist stóriðjan?
Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast.
Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru.
Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar.
En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum.
Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur.
Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“.
Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Skoðun

Von í Vonarskarði
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Þjóð gegn þjóðarmorði
Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar

Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu??
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar

Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun?
Íris E. Gísladóttir skrifar

Þegar öllu er á botninn hvolft
Ingólfur Sverrisson skrifar

Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi
Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Á hvaða ári er Inga Sæland stödd?
Snorri Másson skrifar

Eru börn innviðir?
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist
Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Körfubolti á tímum þjóðarmorðs
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Draugagangur í Alaska
Hannes Pétursson skrifar

Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða
Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar

Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum
Ægir Lúðvíksson skrifar

76 dagar
Erlingur Sigvaldason skrifar

Í minningu körfuboltahetja
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Húsnæðisbæturnar sem hurfu
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Hjartans mál í kennslu
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Sporin þín Valtýr
Soffía Sigurðardóttir skrifar

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar