Krónan og kjörin – spurt og svarað Oddný Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun